Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Berserkur hótaði að skjóta lögreglumenn í Hafnarfirði – Sofandi ökumaður með bensínið í botni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla var í nótt kölluð til vegna mikils hávaða frá ökutæki. Í ljós kom að ökumaður var sofandi undir stýri og bensínið var í botni. Erfiðlega gekk að vekja hann til meðvitundar til að ræða við hann um ástandið. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, Ökumaðurinn lét í té blóð- og þvagsýni og var sleppt í framhaldinu.

Skotbómulyftara var stolið frá fyrirtæki í miðborginni. Tækið fannst hann stuttu seinna skammt frá athafnarsvæði fyrirtækis. Enginn grunaður að svo stöddu og málið í rannsókn.

Ökumaður var stöðvaður fyrir að aka gegn rauðu ljósi í hverfi 101. Rætt við ökumann í lögreglubifreið en í viðræðum fór lögreglumönnum að gruna að ökumaður væri undir áhrifum ávana- og eða fíkniefna. Tekið var munnvatnssýni á vettvangi sem gaf jákvæða niðurstöðu. Ökumaður var handtekinn, færður á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóðsýni.

Lögregla hafði afskipti af fjölmennri skemmtun á veitingastað í hverfi 110 þar sem aldur flestra gesta var undir 20 ára. Einstaklingar sinntu dyravörslu án tilskilinna réttinda og staðurinn ekki með tilskilin leyfi.

Tilkynnt um eld í hverfi 108, lögregla send á vettvang til að kanna málið. Tilkynnandi skoðar aðstæður og hefur samband við lögreglu og staðfestir að um ljóskastara hafi verið að ræða en ekki eld.

Ökumaður hafði samband við lögreglu og tilkynnti líkamsárás þar sem tveir einstaklingar settust inn í bifreiðina hjá honum án leyfis og hafði annar dólgurinn kýlt ökumanninn í andlitið. Gerendur sagðir hafa flúið á fæti. Málið í rannsókn.

- Auglýsing -

Maður gekk berserksgang inni á athafnasvæði lögreglunnar í Hafnarfirði. Lögreglumenn gáfu sig á tal við viðkomandi sem sýndi ógnandi hegðun og hótar að beita skotvopni á laganna verði. Við nánari skoðun reyndist hann vera  óvopnaður. Berserkurinn var yfirbugaður og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og brotið lögreglusamþykkt bæjarins.

Tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í fyrirtæki í austurborginni. Tveir einstaklingar eru grunaðir um þjófnað en þegar starfsmaður reyndi að ná tali af þeim veittist annar þeirra að starfsmanninum og færði hann í hálstak. Vitni kom starfsmanninum til bjargar og aðstoðaði hann við það að losna úr hálstakinu. Gerendur komust undan á hlaupum með vörurnar. Málið í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -