Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Normalísera tilfinningar karla og drengja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í þessari viku fer fram átak undir merkjum jákvæðrar karlmennsku til að normalísera tilfinningar karla og drengja. Jákvæð Karlmennska sér um átakið og segir ábyrgðarmaður verkefnisins Þorsteinn V. Einarsson að:

„Það er ekki bara nauðsynlegt að strákar fái að rækta með sér heilbrigt og eðlilegt tilfinningalíf fyrir þeirra eigin lífsgæði, heldur styður það einnig við jafnrétti. Að geta og mega sýna samkennd, hluttekningu, auðmýkt og ást er nauðsynleg færni til að geta átt í nánum tengslum við aðra. Hvort sem um ræðir fólk sem er ólíkt okkur, vini, maka eða börn. Tilfinningar eru mikilvægar og við eigum ekki að grafa undan þeim.“

Þorsteinn segir ennfremur að:

„Jákvæð karlmennska sé andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Það er ekki veikleiki né merki um aumingjaskap að upplifa eða tjá tilfinningar á einlægan og berskjaldaðan hátt. Þvert á móti nærir það þrautseigju, tengsl og sterka sjálfsmynd.

Markmið verkefnisins Jákvæð karlmennska er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi. Sálfræðingurinn Hulda Tölgyes vinnur náið með Þorsteini og bera þau í sameiningu ábyrgð á átaksverkefninu jákvæð karlmennska, þar sem áherslan er á að normalísera tilfinningar drengja og karla, segir á síðu verkefnisins.

Þau hvetja “pabba, afa og alla karla til að líta inn á við og leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær. Ég hvet þá til að tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningarnar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Ég hvet þá sem orðið hafa fyrir áföllum eða eru að glíma við vanlíðan til að segja einhverjum frá því og jafnvel leita sér faglegrar aðstoðar.

- Auglýsing -

Það krefst hugrekkis að berskjalda tilfinningar sínar. Leyfum okkur að sjá og tjá tilfinningar okkar og normalíserum þannig tilfinningar strákanna okkar.“

Nánar á karlmennskan.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -