Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Bestu skíðasvæðin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Finna má fyrirtaks skíðasvæði víðsvegar um heim.

Skíðaiðkun er ein heilnæmasta íþrótt sem hægt er að stunda.  Á Íslandi er að finna góð svæði til að renna sér á skíðum en hvert skyldi eiginlega vera gott að fara ef til stendur að skíða úti í heimi?

Sum svæðin eru líka vinsæll staðir til snjóbrettaiðkunar, bæði á meðal byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir.

Ef planið er að fara í ferð með fólki með mismikla reynslu á skíðum þá gæti Chamonix í Frakklandi verið málið. Á staðnum eru tólf skíðabrautir, miserfiðar þannig að hver og einn ætti að geta fundið braut við hæfi. Þarna eru sumar af bestum skíðabrekkum Evrópu, fínar brekkur fyrir börn og góðir skíðakennarar. Fyrir utan einstaklega fallegt útsýni úr þorpinu sem er ástæða þess að fólk flykkist þangað.

Madonna á Ítalíu hentar líka bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Svæðið er vel skipulagt og kláfarnir flytja skíðaiðkendur hratt og örugglega upp í brekkurnar. Brautirnar eru fyrsta flokks og hefur svæðið hlotið sérstök verðlaun fyrir gott viðhald á þeim. Fjöldi veitingastaða og verslana er á svæðinu.

Er verið að skipuleggja skíðaferðalag fyrir fjölskylduna? Þá er Neustift í Austurríki mögulega staðurinn því þar er slatti af brekkum til að æfa sig í og fjöldi skíðalyfta. Neustift er líka vinsæll staður til snjó-brettaiðkunar, bæði á meðal byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir. Svæðið er opið allt árið um kring.

Kandersteg í Sviss er einn besti staðurinn til að læra á skíði og brekkurnar þar í kring frábærar fyrir byrjendur. Brautirnar henta öllum og eru auðveldar, skemmtilegar og það breiðar að maður getur spreytt sig á alls konar tækjum á leiðinni niður án þess að þvælast fyrir öðrum. Staðurinn er líka vinsæll meðal áhugafólks um fjallaklifur og þeirra sem sækjast eftir rólegheitum í fallegu umhverfi.

Madonna á Ítalíu hentar líka bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Brautirnar eru fyrsta flokks og hefur svæðið hlotið sérstök verðlaun fyrir gott viðhald á þeim.

Reyndir skíðamenn og adrenalínfíklar ættu kannski að beina sjónum sínum að í Igls Austurríki, því þar er hægt að bruna niður brekkur sem keppt var í á Ólympíuleikunum árið 1964 og svo aftur árið 1976. Nokkur af bestu skíðasvæðum Austurríkis eru umhverfis þorpið auk þess sem alls konar afþreying er í boði, til dæmis söfn sem gæti verið gaman að heimsækja og svo eru ýmsar uppákomur allt árið um kring.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -