- Auglýsing -
Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna verkfallsbrota sem framin voru síðasta föstudag þegar verkfallsaðgerðir BÍ stóðu yfir.
Alls er um að ræða brot í yfir 20 liðum sem framin voru af níu einstaklingum. Í stefnunni er þess krafist að viðurkennt sé með dómi að Árvakur hafi brotið gegn lögum um stéttafélög og vinnudeilur og verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóðs og greiðslu málskostnaðar.
Málið verður þingfest þriðjudaginn 19. nóvember. Í dag hefst önnur lota vinnustöðvunar BÍ og mun hún standa í átta klukkustundir frá klukkan 10 til 18, en sáttafundur í gær skilaði ekki árangri.