- Auglýsing -
Búast má við afléttingum bæði á landamærunum og innanlands í síðasta lagi á föstudag að sögn Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.
Greindi hann frá þessu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og fjallaði Vísir um málið.
Nú þegar hafa nokkrar nágrannaþjóðir aflétt sóttvarnaraðgerðum og sagði Willum þróunina hér á landi í samræmi við þær. Reglur á landamærum verða þær sömu fyrir bólusetta og óbólusetta og bíður hann nú eftir minnisblaði frá sóttvarnalækni. Þá taldi hann ólíklegt að breytingar yrðu á áætlunum um afléttingar.