Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Biðja íslenska ráðherra um hjálparhönd – Blaðamenn í Rússlandi ofsóttir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamannafélag Íslands sendi þremur ráðherrum í ríkisstjórn Íslands bréf fyrr í vikunni. Í bréfinu var óskað eftir því að ríkisstjórnin auðveldaði blaðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og fjölskyldum þeirra að fá vegabréfsáritun, í því skyni að aðstoða þau við flótta úr landinu vegna ofsókna gegn blaðamönnum.

Bréfið var sent á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, sem Blaðamannafélag Íslands er aðili að hafa sent út ákall til aðildarfélaga sinna vegna stöðunnar í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og nýrra laga í Rússlandi gegn tjáningarfrelsinu og frjálsri fjölmiðlun. Eins og þekkt er varðar það nú fimmtán ára fangelsi, fjársektir og lokun fjölmiðla að fjalla um stríðið í Úkraínu á annan hátt en rússnesk yfirvöld heimila.

Mörg hundruð rússneskra blaðamanna hafa lýst yfir vilja til að yfirgefa Rússland, samkvæmt upplýsingum IFJ. Margir eru þegar á flótta í Helsinki í Finnlandi, Istanbúl í Tyrklandi og Tbilisi í Georgíu. Þeir geta fengið aðstoð frá öryggissjóði IFJ en samtökin óska eftir því við aðildarfélögin að biðla til yfirvalda í viðkomandi ríki að veita þeim blaðamönnum sem eru fastir í Georgíu og Istanbúl neyðarvegabréfsáritun.

Í síðustu viku stóðu IFJ ásamt Evrópusamtökum blaðamanna, EFJ, Evrópuráðið, CoE, Framkvæmdastjórn ESB og fleiri stofnunum fyrir ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi í Evrópu sem haldin var í Gdansk í Póllandi. Í ályktun ráðstefnunnar kom meðal annars fram ákall til stjórnvalda í ríkjum Evrópu að veita neyðarvegabréfsáritanir eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða til handa rússneskum og hvítrússneskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra.

Blaðamannafélag Íslands fer þess því á leit við íslensk stjórnvöld að þau verði við þessu ákalli og veiti rússneskum og hvítrússneskum blaðamönnum neyðarvegabréfsáritun og/eða dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum. Þannig stuðli íslensk stjórnvöld að öryggi þeirra blaðamanna sem eru í lífshættu á flótta fyrir það eitt að reyna að upplýsa almenning um þá hryllilegu atburði sem eiga sér stað um þessar mundir í Úkraínu.“

- Auglýsing -

Mannlíf hyggst fylgja bréfinu eftir og sjá hver viðbrögð ráherranna verða á komandi dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -