Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Biðraðir í apótek á Tenerife

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisyfirvöld á vinsæla ferðamannastaðnum Tenerife á Spáni hafa staðfest eitt tilfelli Covid19 veirusmits þar. Smitaði einstaklingurinn er ítalskur læknir frá Norður-Ítalíu.

Fjölmargir Íslendingar eru staddir á Tenerife, þar af eru sjö sagðir í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace hótelinu þar sem ítalski maðurinn dvaldi áður en hann val lagður inn á spítala.

Sigríður Elín Ásmundsdóttir er föst á Tenerife og veit ekki hvenær hún kemst heim. Þegar Mannlíf ræddi við hana í morgun var hún og hópurinn sem hún er með á Tenerife á leiðinni í apótek að kaupa handspritt vegna frétta um veirusmit á eyjunni. Sigríður segir að núna hafi raðir myndast fyrir utan apótek á Tenerife þar sem fólk kaupir andlitsgrímur og spritt.

Rögn­vald­ur Ólafs­son, lög­reglu­full­trúi hjá al­manna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjó, sagði í samtali við mbl.is að mögulega þurfi Íslend­ing­ar sem eru á leið heim frá Teneri­fe á næstu dögum að fara í 14 daga sótt­kví við heimkomu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur þá bent á að fólk geti verið með veiruna án þess að finna fyrir einkennum sem gerir það að verkum að erfitt er að ráða við útbreiðslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -