Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Biðst afsökunar en neitar að afhenda kvittanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, neitar Mannlíf um að fá kvittanir fyrir þeirri þjónustu og þeim veitingum sem hún þáði á Covid-djammi vinkvenna síðastliðinn laugardag. Hittingurinn var kostaður af Icelandair en ráðherrann fullyrðir að hafa borgað fyrir sig sjálf. Til að staðfesta þau orð óskaði Mannlíf eftir kvittunum þess efnis en Þórdís Kolbrún vill ekki afhenda þær sökum þess að þar sé um að ræða persónuleg útgjöld hennar.

„Varðandi ósk um afhendingu reikninga þá er það afstaða ráðherra að ekki sé hægt að ætlast til þess að persónuleg útgjöld séu opinber gögn; þau verða því ekki afhent. Ráðuneytið vekur athygli á að undir upplýsingalög heyra einungis gögn sem varða stjórnsýslu og starfsemi ráðuneytisins. Persónuleg fjármál ráðherra heyra ekki undir starfsemi eða stjórnsýslu ráðuneytisins,“ segir Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytinu. 

Þórdís Kolbrún fór út á lífið með vinkonum sínum um helgina og af myndum af dæma þá var tveggja metra reglan þeim ekki ofarlega í huga. Hún segist sjá eftir því að það hafi náðst á mynd. Í yfirlýsingu sem ráðherrann sendi frá sér biðst hún afsökunar og segir að það hafi verið skoðað í forsætisráðuneytinu hvort hún hafi gerst sek um brot á siðareglum ráðherra. Niðurstaðan var sú að svo hafi ekki verið. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -