Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Biður gerendur heimilisofbeldis um að leita sér aðstoðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, vakti athygli á því að bæði rannsóknir og reynsla sýna að hætta á að heimilisofbeldi aukist og verði alvalegra færist í aukana á meðan samkomubann er í gildi vegna útbreiðslu COVID-19.

Sigþrúður beindi orðum sínum að gerendum í erindi sínu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hvatti þá sem beita heimilisofbeldi til að leita sér aðstoðar.

Hún benti á algengt mynstur hjá þeim sem beita heimilisofbeldi. Það fólk segist gjarnan hafa misst stjórn á skapi sínu en fullvissar svo sambýlisfólk sitt um að þetta komi ekki fyrir aftur að sögn Sigþrúðar. „Það er ákveðin þversögn að segjast hafa missa stjórn á skapi sínu en segjast ekki ætla að gera þetta aftur.“

Hún hvatti fólk sem notar ofbeldi til að reyna að leysa ágreining til að leita sér aðstoðar og benti á úrræði á borð við Heimilisfrið og hjálparsímann 1717.

Sigþrúður benti á að Kvennaathvarfið býður tímabundið upp á símaviðtöl varðandi ráðgjöf og stuðning, en athvarfið er opið allan sólarhringinn.Mynd / Lögreglan

Sigþrúður hvatti þá þær konur sem hafa áhyggjur af ástandi heima hjá sér til að hafa samband við Kvennaathvarfið til að ræða málin. Hún segir algengt að konur telji sér trú um að vandamálið sé ekki nógu alvarlegt til að leita til Kvennaathvarfsins en hún hvetur konur til að hringja og ræða málin í það minnsta. Hún segir alls konar úrræði í boði.

Sigþrúður ræddi einnig málefni þeirra barna sem búa við heimilisofbeldi. Hún segir algengt að fullorðið fólk sé sannfært um að þau börn sem búa á heimili þar sem ofbeldi er beitt verði ekki fyrir áhrifum ofbeldisins svo lengi sem ofbeldið beinist ekki gegn þeim. „Þetta er rangt,“ sagði Sigþrúður. Hún segir rannsóknir sýna að börn sem alast upp á heimili þar sem fullorðnir beita ofbeldi verða fyrir miklum áhrifum.

- Auglýsing -

Hún biður fólk um að vera vakandi og tilkynna ef grunur vaknar um að barn búi við óviðunandi aðstæður. Hún segir mikilvægt að fólk sé tilbúið að rétta börnum hjálparhönd, ekki síst á tímum sem þessum.

Víðir Reynisson tók undir með Sigþrúði. „Ef við sjáum eitthvað, segjum eitthvað.“

Vaktsími Kvennaathvarfins er 561-1205.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Síminn rauðglóandi hjá Bjarkarhlíð: „Fólk sem beitir ofbeldi á mjög auðvelt með að nota þetta ástand sem enn eitt vopnið“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -