Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Biður starfsfólk Icelandair um að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stjórnendur Icelandair hafa toppað sig sem árásum á eigin starfsfólk. Ragnar fjallar um ummæli Noga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, um að starfsmenn Icelandair séu „helsta fyrirstaðan“ fyrir að hægt sé að bjarga rekstrinum.

„Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins,“ skrifar Ragnar á Facebook.

Hann spyr hvort að fólk eigi að sætta sig við að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir kórónuveirufaraldurinn á forsendum fjármagns og stjórnenda þess.

„Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks,“ skrifar Ragnar.

Hann spyr hvort að fólk geti sætt sig við að fyrirtækin geti farið fram á að starfsfólk afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni. „Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna?“

Hann sendir starfsfólki Icelandair baráttukveðjur og biður það um að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda.

- Auglýsing -

„Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins.“

Hann segir fólkið í landinu vera í raunverulegri baráttu um lífskjör. „Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll,“ skrifar hann.

Hann segir Icelandair nota hræðsluáróður. „Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlíðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Segir flug­freyj­ur og flug­menn Icelandair þurfa að taka á sig 50-60 prósenta launa­lækk­un

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -