Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bifhjólamenn fjölmenntu á samstöðufund og minntust fallinna félaga: Myndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samstöðufundur bifhjólamanna fór fram í dag fyrir framan Vegagerðina í Borgartúni. Stór hópur fólks, flestir bifhjólamenn, mætti þar, sýndi samstöðu og minntist fallinna vina og félaga, sem létust í banaslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á sunnudag.

Tveir bifhjólamenn létust í árekstri bifhjóls og húsbíls, og einn bifhjólamaður er á spítala. Slysið varð á vegarkafla sem varað hafði verið við, og talinn hættulegur.

Mynd / Hallur Karlsson

Samstöðufundurinn hófst með því að bifhjólamenn lögðu hjálma sína niður og mynduðu með þeim hjarta. Að því loknu var lesin upp yfirlýsing, þar sem krafist var að Vegagerðin myndi gera úrbætur á vegarköflum víðs vegar um landið, sem skapað hafa hættu fyrir bifhjólamenn og aðra í umferðinni.

Mynd / Hallur Karlsson

„Með okkar dýpstu virðingu við að­stand­endur, þá eigum við öll fjöl­skyldu og vini, við viljum ekki verða næst, og stærsta ferða­helgi ársins er fram undan.“

Hinna látnu var minnst með mínútu þögn.

Unnar Már Magnússon, Þor­­gerður Guð­­munds­dóttir, formaður Sniglanna, og Stefán Sæbjörnsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson

Fundurinn hafði áður verið boðaður sem mótmælafundur, en eftir fund bifhjólamanna með Vegagerðinni og fleiri aðilum, var honum breytt í samstöðufund. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa.

- Auglýsing -
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ólaf Guðmundsson umferðaröryggissérfræðing sem segir að um léleg vinnubrögð sé að ræða og margoft sé búið að benda á hættuna sem skapist vegna malbiks sem þessa.  Vegagerðin er veghaldarinn og ber endanlega ábyrgð.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, var á samstöðufundinum. Tilkynnt var í gær að vegarkaflinn yrði endurmalbikaður, þar sem hann þótti ekki standast útboðskröfur Vegagerðarinnar.

Ljósmyndari og blaðamaður Mannlífs voru á staðnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -