Samkvæmt dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hringir eigandi bíls, sem var ansi brugðið, og tilkynnir að hann hafi séð bifreið sína í umferðinni og undarlegt nokk þekkti hann ekki ökumanninn sem sat undir stýri bílsins. Lögreglan var send á vettvang og við komu hennar bregst hinn ókunnugi ökumaðurinn við í fáti og reynir að leggja á flótta á tveimur jafnskjótum. Var hann stöðvaður og handtekinn stuttu síðar og kom þá í ljós að hann var undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einnig fundiust á honum fíkniefni og meint þýfi. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þegar lögreglan mætti á vettvang var árásin yfirstaðin og er málið í rannsókn. Enginn reyndist alvarlega slasaður eftir átökin.
Ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur. Hann handtekinn og hefðbundið ferli hjá lögreglu.
Tilkynnt um þjófnað í hverfi 101 en þar var búið að stela rafskútu. Málið í rannsókn hjá lögreglu.