Komið hefur fyrir að viðskiptavinir bílaverkstæða reiði fram fúlgur fjár fyrir þjónustu sem ekki var beðið um. Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að verkstæði þurfi hins vegar heimild viðskiptavina til að ráðast slíka vinnu. Annað sé óheimilt.
„Þarna eiga við lög um þjónustukaup, að því gefnu að það sé einstaklingur sem fer með bifreiðina á verkstæði. Ef í ljós kemur, meðan á verki stendur að vinna þurfi viðbótarverk þá ber verkstæðinu að setja sig í samband við kaupanda og fá frekari fyrirmæli frá honum. Hann þarf að veita samþykki fyrir því að farið verði í verkið. Vilji kaupandi ekki láta framkvæma viðbótaverk er verkstæðinu ekki heimilt að fara í það,“ segir Einar Bjarni Einarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, í samtali við Mannlíf.
Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.