Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Bílaníðingur barði ökumann í höfuðið með bjórglasi – Þjófurinn sofnaði hálfur út úr bifreiðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hann var seinheppinn þjófurinn sem ætlaði að halda heim í bæli með góss sitt. Hann komst að bifreið sinni í bílakjallara en þar þraut hann örendi og hann lognaðist út af, hálfur inni og hálfur úti. Lögreglan kom þannig að honum. Þýfi var utan bifreiðarinnar. Í ljós kom að maðurinn var á valdi vímuefna.Lögreglan vakti hann og krafist skýringa en fátt var um svör. Hann handtekinn vegna málsins og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Alls voru átta manns læstiri nni í fangaklefa í nótt af margvíslegum ástæðum. Með nýjum degi munu þeir svara til saka og horfast í augu við atburði næturinnar.

Tilkynnt var um ölvaðan aðila að ónáða gesti verslunar í Skeifunni. Starfsmaður skarst í leikinn og reyndi að vísa manninum á dyr. Fór það ekki betur en að maðurinn veittist að starfsmanninum með ofbeldi í tvígang. Lögregla kom svo skömmu seinna á vettvang og handtók manninn. Ekki vitað um ástand starfsmannsins, samkvæmt dagbók lögreglunnar Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Málið var afgreitt á staðnum.

Þrír voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum ágengis eða fíkniefna. Blóð var dregið úr þeim.

Ofbeldisseguur var handtekinn í miðbænum eftir að hafa sparkað í bifreið og þegar ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni. Bílaníðingurinn réðst síðan á ökumanninn og og sló hann í höfuðið með bjórglasi.

Slagsmál brutust út fyrir utan skyndibitastað í miðbænum í nótt.

- Auglýsing -

Kveikt var í kamri utan við vinnuskúr í Kópavoginum. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Þjófurinn var nýfarinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Málið í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -