Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bill Gates prófaði loksins að hugleiða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bill Gates hafði ekki áhuga á hugleiðslu á sínum yngri árum en í dag hugleiðir hann nokkrum sinnum í viku.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er farinn að stunda hugleiðslu reglulega. Þessu segir hann frá á vef sínum, Gatesnotes.com.

Gates kveðst ekki hafa haft áhuga á hugleiðslu á sínum yngri árum en fólk í kringum hann hugleiddi töluvert. Í staðin fyrir að hugleiða hætti hann um tíma að horfa á sjónvarp og hlusta á tónlist. Það var hans leið til að núllstilla sig. „Það entist í fimm ár,“ skrifar hann. Í dag er hann mikill aðdáandi þátta á borð við Narcos og hlustar mikið á Bítlana og U2. Hann ákvað svo loksins að gefa hugleiðslu séns og þá var ekki aftur snúið.

„Undanfarið hef ég öðlast betri skilning á hugleiðslu. Ég er alls ekki neinn sérfræðingur en ég hugleiði tvisvar til þrisvar á viku, um tíu mínútur í senn. Ég sé núna að hugleiðsla er einfaldlega æfing fyrir hugann,“ skrifar Gates og líkir áhrifum hugleiðslu á hugann við áhrif íþrótta á vöða líkamans. Hann kveðst þá ýmist hugleiða einn eða með konunni sinni, Melindu. „Við notum þægilega stóla, það er ekki möguleiki fyrir mig að komast í lotusstellinguna,“ tekur hann fram.

Það er ekki möguleiki fyrir mig að komast í lotusstellinguna.

Bill Gates mælir með þessari bók

„Ég veit ekki hversu hjálpleg hugleiðsla hefði verið fyrir mig á Microsoft-árunum vegna þess að ég var algjörlega einbeittur þá. En núna, þegar ég er giftur, á þrjú börn og ég hef breiðara áhugasvið, þá er hugleiðsla frábær leið fyrir mig til að bæta fókusinn,“ skrifar Gates. Hann segir að með hugleiðslunni hafi hann öðlast betri yfirsýn yfir hugsanir sínar og tilfinningar.“

Gates mælir þá með smáforritinu Headspace fyrir byrjendur í hugleiðslu. Sömuleiðis mælir hann með bókinni The Headspace Guide to Meditation and Mindfulness. Hann segir þá bók vera fullkomna í jólapakkann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -