Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Billboard tekur YouTube með í reikninginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í eina tíð tók Billboard vinsældarlistinn mið af plötusölu; í dag er staðan nokkuð flóknari. Taka þarf tillit til sölu áþreifanlegra eintaka, sölu rafrænna eintaka  og streymis á síðum á borð við Spotify. Frá og með deginum í dag bætist svo enn ein breytan við, þ.e. spilanir á YouTube.

Breytingin er sögð í takt við nýjar áherslur; í stað þess að ákvarða vinsældir útfrá sölu eingöngu er nú horft til neyslu. Sérfróðir segja að hún gæti haft töluverð áhrif fyrir ákveðna listamenn, ekki síst þá sem framleiða tónlist sem er mikið neytt og notið í gegnum YouTube.

Þá munu tónlistarmenn án efa sjá sér leik á borði og mögulega gefa út ný myndbönd fyrir gömul lög, allt til að komast á vinsældarlistann. Það gerði t.d. Mariah Carey á dögunum, í tilefni 25 ára afmælis All I Want For Christmas Is You.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -