Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Billie Eilish hlaðin verðlaunum á Grammy

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaununum sem fram fóru í Staples Center í Los Angeles í gær.

 

Eilish var tilnefnd til átta verðlauna, og hlaut fimm þeirra, sem besti nýliðinn, fyrir besta lag ársins Bad Guy, sem einnig var valið smáskífa ársins. Plata Eilish, When We All Fall Asleep,Where Do We Go, var einnig valin plata ársins og poppplata ársins.

Eilish er yngsti tónlistarmaðurinn til að vinna til verðlauna fyrir plötu ársins, en hún er 18 ára.

Systkinin Billie og Finneas kampakát með verðlaunin.
Mynd / EPA

Platan var tekin upp á æskuheimili henna rog bróður hennar, Finneas O´Connell, í Los Angeles, en hann hlaut einnig verðlaun í gær fyrir framleiðslu á plötu Eilish.

Eins og við greindum frá í gær hlaut Hildur Guðnadóttir tónskáld verðlaun í flokknum besta tónlist fyrir myndræna miðla fyrir tónlistina í HBO þáttaröðinni Chernobyl. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld var einnig tilnefnd í flokknum besta upptaka í klassískri tónlist fyrir Aequa.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Billie Eilish vill að tónlistin tali sínu máli

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -