Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Billjardkjuðar teknir af ringluðum manni – Enginn læstur inni hjá lögreglunni í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enginn gisti fangageymslur lögreglunnar í nótt. Sú staða er afar sérstök þar sem algengast er að lögregl,an hýsi einhverja vegna meintra afbrota eða þess að vera sjálfum sér hættulegir.

Tilkynnt var um þjófnað á vegabréfum og greiðslukortum. Við rannsókn málsins fundust verðmætin og einn kærður, grunaður um þjófnað og húsbrot.

Talið er að flugeldaterta hafi sett í gang brunakerfi í skóla. Slökkvilið var boðað á vettvang. Ekki reyndist vera laus eldurm, aðeins reykur. Litlar reykskemmdir.

Hafnarfjarðarlögregla stöðvaði ökumann í akstri. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Hinn grunaði var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Ökumaður var stöðvaður á sömu slóðum vegna hraðaksturs. Sá var mældur á 128 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði.

Hópur ungmenna sprengdi flugeld inni á sameign. Sá verknaður olli minniháttar tjóni.

- Auglýsing -

Lögreglan var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var með „oddhvöss vopn“ meðferðis. Lögregla hafði upp á manninum ringlaða sem reyndist vera með tvo billiardkjuða. Vegna ástands hans var hald lagt á kjuðana en honum kynnt að hann gæti nálgast þá þegar ástand hans yrði skárra.

Tilkynnt um líkamsárás. Einn handtekinn á vettvangi og málið í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -