Bílslys varð nú á níunda tímanum á Reykjanesbrautinni, nærri Grindavíkurafleggjara.
Ekki liggur fyrir hvort slys hafi orðið á fólki en bíllinn er stórskemmdur.
Nú er flughálka víða og hefur biður lögreglan fólk um að fara varlega.
„Það er mikil hálka á bæði akbrautum og göngustígum í umdæminu. Förum varlega af stað út í daginn. Þá biðlum við einnig til ökumanna að skafa rúðurnar vel áður en ekið er af stað. Eigið góðan dag,“ segir Lögreglan á Suðurnesjum á Facebook.
Grindavíkurafleggjarinn hefur lengi þótt hættulegur í hálku og það virðist hafa sannast enn eina ferðina í morgun.