Bílstjóri í annarlegu ástandi varð valdur að umferðarslysi í Kópavogi þegar hann ók utan í lögreglubifreið sem var honum samsíða. Slys urðu á fólki og var önnur bifreiðin óökufær eftir áreksturinn. Ökumaður einkabifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Hann verður saksóttur.
Sjö manns gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Eldur braust út í bifreið í Breiðholti í nótt. Engin slys urðu á fólki.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 220 í Hafnarfirði. Greinagóð lýsing var gefin á þeim grunsamlega sem hvarf sporlaust inn í nóttina.
Árekstur varð í Kópavogi. Annar ökumaðurinn stakk af frá vettvangi. Málið er í ferli.
Bifreið var ekið á ljósataur í austurborginni. Minniháttar slys á fólki en bifreiðin varð óökufær.
16 ára ökumaður stöðvaður við akstur bifreiðar í Breiðholti. Hann með fullan bíl af farþegum á svipuðum aldri. Krakkaskarinn var fluttur á lögreglustöð og foreldrar kallaðir til. Barnavernd var tilkynnt um málið.
Tveir þjófar voru handteknir grunaðir um skemmdarverk og tilraun til innbrots í austurborginni. Þjófarnir reyndust verqa óviðræðuhæfir og voru læstir inni í fangaklefa uns hægt verður að ræða við þá.