Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bílþjófur með sprautunál að vopni – Stálheiðarlegir menn mættu með seðlaveski

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumenn fundu stolna bifreið í austurborginni í nótt. Bifreiðin var mannlaus og læst. Í dagbók lögreglu segir að  með frumkvæði og rannsóknarvinnu lögreglumanna hafi lyklarnir og ætlað þýfi úr bifreiðinni fundist. Þessu var öllu skilað til eiganda. Stuttu síðar voru þjófarnir, karl og kona, handteknir í úthverfi Reykjavíkur. Þau höfðu þá farið um með dólfgslátum og verið tilkynnt víða um borgina, meðal annars fyrir ofbeldistilburði og hótanir. Þegar lögreglumenn hugðust handtaka konuna brást hún illa við og hótaði að stinga þá með sprautunál. Hún komst ekki upp með það og lögreglumenn náðu að beita hana lögreglutökum og færa í handjárn. Við öryggisleit á konunni fundust síðan bæði sprauta og hnífur. Þau voru vistuð í fangageymslu lögreglu, enda bæði í annarlegu ástandi. Með nýjum degi verða þau yfirheyrð.

Óskað var lögregluaðstoðar vegna óvelkomins aðila á hóteli í miðborginni. Sá hafði brotist inn á herbergi hótelgests og stolið þaðan peningaveski. Innbrotsþjófurinn var handtekinn á staðnum. Við öryggisleit á honum fannst vasahnífur. Hótelþjófurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins, en hann var í annarlegu ástandi.

Réttindalaus ökumaður var staðinn að verki við að aka bifreið. Þetta er í annað sinn sem viðkomandi ekur réttindalaus. Sektin við því er 200 þúsund krónur.

Óskað var aðstoðar vegna karls og konu sem voru til vandræða á hóteli í miðborginni. Fjórir lögreglumenn fóru á staðinn og var dólgunum gefin fyrirmæli um að yfirgefa staðinn en þau hlýddu ekki. Karlinn mundaði sig við að ráðast á lögreglumennina. Honum var þá ógnað með úðavopni, en tvíefldist aðeins við það. Úðavopninu var beitt gegn honum og dró þá hratt úr baráttuþreki mannsins. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem honum var veitt fyrsta hjálp við áhrifum piparúðans. Síðan var hann læstur inni í fangageymslu.

Tveir stálheiðarlegiir menn, með góð lífsgildi, mættu á lögreglustöð og afhentu þar veski sem hafði fundust á víðavangi. Veskið innihélt peninga, kort og skilríki. Eigandinn fannst og var hann mjög þakklátur mönnunum fyrir að hafa fundið veskið hans.

Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur áhrifum í austurborginni Sá var bæði ölvaður og undir áhrifum kókaíns og maríhúana. Hann hefur ítrekað gerst sekur um að aka í slíku ástandi. Hann var látinn laus eftir að dregið hafði verið úr honum blóð.

- Auglýsing -

Annar ökumaður var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum, Aksturslag bifreiðar hans var mjög rásandi. Sá var undir áhrifum amfetamíns og róandi lyfja, sem er slæm blanda. Þá reyndist ökumaðurinn vera réttindalaus og hefur ítrekað gerst sekur um að aka án réttinda. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Þegar lögreglumenn lögðu bifreiðinni í stæði uppgötvuðu þeir að bifreiðin var eiginlega alveg bremslulaus og því voru skráningarmerkin fjarlægð af bifreiðinni og hún þannig tekin úr umferð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -