Bílþjófur var á ferð í miðborginni í gær. Eftir að hafa tekið bifreið ófrjálsri hendi hafði hann snör handtök og skipti um númeraplötur. Lögreglan sá þó við ræningjanum. Bifreiðin á fölsku númerunum fannst stuttu síðar í bifreiðastæði. Lögregluskýrsla rituð en óljóst er hvort bíljófurinn skildi eftir sig rekjanleg spor.
Aðeins einn hvíldi í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Ró var yfir heimi glæpa og afbrota. Tvö útköll urðu vegna hávaða og tókst að koma böndum á ástandið.
Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu var ekið á mann á hjóli. Hjólreiðamaðurinn meiddist og var fluttur á slysadeild en ekki er vitað með alvarleika áverka hans.
Réttindalaus ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Hann þarf að greiða himinháa sekt.
Tilkynnt var um innbrot í skóla. Málið er í rannsókn.