- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á bingókvöld sem fram fór á barnum Gullöldin Grafarvogi í gærkvöldi. Þáttakandi var ósáttur við bingóstjóra kvöldsins og sakaði hann um svindl. Annar þátttakandi kom bingóstjóranum til varnar en var fyrir vikið sleginn í andlitið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem Morgunblaðið greinir frá.
Blásið var til Páskabingós Gullaldarinnar í gærkvöldi en í auglýsingu viðburðarins á síðu barsins kemur fram að heildarverðmæti vinninga hlaupi á hundruð þúsunda. Þá fylgdi páskaegg með öllum verðlaunum. Það var því til mikils að vinna.
Nóttin var að öðru leiti róleg hjá lögreglu en níu voru teknir við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fjórir voru sviptir ökuréttindum og þrír voru án réttinda. Þá voru tveir aðilar með fíkniefni í fórum sér.