Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bingó í Grafarvogi fór úr böndunum og kalla þurfti til lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á bingókvöld sem fram fór á barnum Gullöldin Grafarvogi í gærkvöldi. Þáttakandi var ósáttur við bingóstjóra kvöldsins og sakaði hann um svindl. Annar þátttakandi kom bingóstjóranum til varnar en var fyrir vikið sleginn í andlitið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem Morgunblaðið greinir frá.

 

Blásið var til Páskabingós Gullaldarinnar í gærkvöldi en í auglýsingu viðburðarins á síðu barsins kemur fram að heildarverðmæti vinninga hlaupi á hundruð þúsunda. Þá fylgdi páskaegg með öllum verðlaunum. Það var því til mikils að vinna.

Nóttin var að öðru leiti róleg hjá lögreglu en níu voru teknir við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fjórir voru sviptir ökuréttindum og þrír voru án réttinda. Þá voru tveir aðilar með fíkniefni í fórum sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -