Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Birgir Ármannsson er kominn með Covid-19: „Ég hef ekki heyrt af öðrum smit­um í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis hefur verið greindur með Covid-19 smit.

Staðfestir Birgir þetta í samtali við mbl.is. Kveðst hann vera með týpísk flensueinkenni, hita og kvef.

„Ég hef verið að taka heima­próf og hraðpróf dag­lega frá því fyr­ir helgi, frá því smitið kom upp í þing­inu. Svo í morg­un var stór hóp­ur þing­manna sem tók bæði hraðpróf og PCR-próf og þessi niðurstaða kom þá í ljós hjá mér. Ég hef ekki heyrt af öðrum smit­um í dag,“ seg­ir Birg­ir í samtali við mbl.is.

Birgir er þannig annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greinist með farsóttina undanfarna daga en alls hafa nú átta smitast á Alþingi síðustu vikuna. Í þokkabót hafa fjórir starfsmenn þingflokka greinst með veiruna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -