Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Birgir Dýrfjörð finnur fyrir heift og er hættur: „Skelfilegt ódæðisverk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Dýrfjörð hefur setið í uppstillingarnefnd og flokksstjórn Samfylkingarinnar. Hann hefur nú sagt sig úr uppstillingarnefnd vegna ósættis er tengist því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins var settur út í kuldann. Á vef Vísis segir að ungliðahreyfingin og femínistar krefjist þess að Ágúst taki pokann sinn. Birgir Dýrfjörð hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem birt og fjallað er um á vef RÚV og segir Birgir að hann óttist að ódæðisverk verði framin á fleiri alkóhólistum.

Ágúst Ólafur fór í áfengismeðferð eftir að upp komst að hann hafði áreitt blaðamann kynferðislega með grófum hætti. Þá var hann áminntur af trúnaðarráði Samfylkingarinnar.

Birgir er alkóhólisti líkt og Ágúst og hefur verið án áfengis í 40 ár. Á vef RÚV segir að Birgir hafi reynt það á eigin „skinni að drekka sig úr karakter og láta illa undir áhrifum.“

Þá segir Birgir að hann taki nærri sér að góð manneskja sem hafi leitað sér lækninga og náð bata og bætt ráð sitt fái ekki brautargengi innan Samfylkingarinnar vegna fyrri hegðunar undir áhrifum áfengis.

„Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkohólistum. Ég óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkohólistum,“ segir Birgir og finnur fyrir nöprum næðingi heiftar sem hann nær ekki að stöðva og hefur nú sagt sig úr nefndinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -