Birgir nokkur er ekki sáttur með það hve fá tjaldsvæði huga að yngstu fjölskyldumeðlimunum. Því kemur hann á framfæri inn á Facebook hópnum Tjaldstæði – umræðuvettvngur.
„Smá pælingar hefur einhver tölu á því hvaða tjaldsvæði hafa lagt metnað í að hafa afþreyingu fyrir börnin önnur en Hamrar á Akureyri og Laugaland í Holtum. Það er alveg merkilegt hvað það er rukkað mikið fyrir gistingu og mörg þessa svæða hafa ekki rænu á að huga að smáfólkinu sem eru á þessum svæðum líka,“ segir Birgir í innleggi sínu.
Tjaldsvæði með góða aðstöðu
Meðlimir hópsins liggja ekki á upplýsingunum og láta Birgi vita af því hvaða tjaldsvæði eru með góða aðstöðu fyrir börnin: Höfn, Heiðarbær, Þorlákshöfn, Fossatún í Borgarfirði, Varmahlíð, Hraunborgir, Ártún og Úlfljótsvatn, Grundarfjörður, Neskaupstaður, Ásbyrgi, Systragil í Fnjóskárdal, Hallormsstaðarskógur og Hótel Vatnsholt eru allt staðir sem meðlimir hópsins telja upp, sem bjóða upp á góða aðstöðu fyrir börnin.
Meðlimir tjá sig
Þórður segir: „Sæll ég er að sjá um svona tjaldsvæði og langar rosalega að gera ævintýraland fyrir krakka enn ég má ekki gera neitt nema hafa CE merkt leikföng er búinn að skoða slatta og bíð eftir að komast út til Póllands til að versla. Enn ef einhver veit um leiðir og hugmyndir af hvað maður gæti fengið á viðráðanlegu verði er ég til i hugmyndir. Ég væri til í hoppudót, klifurdót, rennibraut og þrautarkastala“. Júlíana svarar Þórði: „Ég get lofað því að þrautabrautin á Hömrum er ekki CE merkt. En veit að það er skylda að hafa CE merkinguna“. Þórður svarar Júlíönu og segir að skátarnir geti reyndar útbúið svona fyrir hann og þeir séu með einhverskonar vottun. Sandra kemur með ábendingu til Þórðar: „Spurning um að heyra í sveitarfélögum sem endurnýja oft leiktæki, og jarðverktaka sem sjá um að fjarlægja.. oft eitthvað af þessu sem stendur bara inni á áhaldalóðum sveitarfélaganna!“. Þórður svarar að bragði: „Það er gaman að heyra og ég veit að það er gott að koma þarna til ykkar og þetta reglufargan sem búið er að setja upp sem er komið út í öfgar en það er alltaf einhver leið sem finnst við að gera svona og þetta er það sem vantar á mörg tjaldsvæði,“ Birgir sem er upphafsmaður innleggsins segir þá við Þórð að til dæmis geti gamall árabátur sómað sér vel sem sandkassi.
Adda kemur með ráðleggingar: „Mæli með að kynna íslenska náttúru fyrir börnunum i útilegu þá er svo gaman að koma heim og njóta þess að fara á leikskolalóðir og belgi annars höfðum við alltaf með bolta og skóflur ásamt fötu svona ef vantaði annað en að fara i gönguferðir og sundferðir. Samstæðuspil og litabækur ef veður var blautt“. Birgir segir að það sé nú alveg gert líka: „Það er gert en það er líka gaman að geta farið og leikið með börnunum á tjaldsvæðum og það þarf oft ekki mikið til en þetta sárlega vantar á mörg tjaldsvæði og þar á meðal í svokallaðan Vatnajökulsþjóðgarð þar sem er ein róla á öllu svæðinu“.