Laugardagur 26. október, 2024
3.6 C
Reykjavik

Birgir kastar inn hvíta handklæðinu: „Fyrst og fremst er ég þakklátur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ætlar eigi að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar í nóvember.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Birgir ákvörðunina persónulega; hafa brotist um í sér nokkuð lengi.

Birgir segist hafa fundið fyrir stuðningi bæði kjörnefndar sem og samstarfsmanna við að hann yrði áfram í 3ja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Birgir var fyrst kjörinn á þing fyrir tuttugu og einu ári síðan; ásamt Bjarna Benediktssyni formanni flokksins; Birgir hefur verið forseti Alþingis undanfarin þrjú ár:

„Þetta er ágætur tími til að segja gott í bili og takast á við önnur verkefni. En ég er sannfærður um að það verður eitthvað spennandi.“

- Auglýsing -
Jón Gunnarsson.

Nokkrir afar reyndir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að hætta núna; auk áðurnefnds Birgis eru Jón Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson að kasta inn hvíta handklæðinu; þá er fyrirséð að nokkrir þingmenn flokksins missi sæti sitt ef niðurstöður kosninga verða í einhverju samræmi við skoðanakannanir er birst hafa undanfarið:

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

„Mér sýnist bæði verða ágæt endurnýjun en líka talsverð reynsla sem situr eftir. Í hverjum einustu kosningum verða breytingar, en þær verða kannski meiri núna heldur en oft áður. Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að fá að starfa á vettvangi þingsins allan þennan tíma og leggja mitt af mörkum vonandi til góðs fyrir land og þjóð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -