Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ætlar eigi að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar í nóvember.
Í samtali við fréttastofu RÚV segir Birgir ákvörðunina persónulega; hafa brotist um í sér nokkuð lengi.
Birgir segist hafa fundið fyrir stuðningi bæði kjörnefndar sem og samstarfsmanna við að hann yrði áfram í 3ja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Birgir var fyrst kjörinn á þing fyrir tuttugu og einu ári síðan; ásamt Bjarna Benediktssyni formanni flokksins; Birgir hefur verið forseti Alþingis undanfarin þrjú ár:
„Þetta er ágætur tími til að segja gott í bili og takast á við önnur verkefni. En ég er sannfærður um að það verður eitthvað spennandi.“

Nokkrir afar reyndir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að hætta núna; auk áðurnefnds Birgis eru Jón Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson að kasta inn hvíta handklæðinu; þá er fyrirséð að nokkrir þingmenn flokksins missi sæti sitt ef niðurstöður kosninga verða í einhverju samræmi við skoðanakannanir er birst hafa undanfarið:

Ljósmynd: Sikeri
„Mér sýnist bæði verða ágæt endurnýjun en líka talsverð reynsla sem situr eftir. Í hverjum einustu kosningum verða breytingar, en þær verða kannski meiri núna heldur en oft áður. Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að fá að starfa á vettvangi þingsins allan þennan tíma og leggja mitt af mörkum vonandi til góðs fyrir land og þjóð.“