Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Birgir tilbúinn að fyrirgefa Drífu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Jónsson, forstjóri Play lággjaldaflugfélagsins, segir málflutning Drífu Snædal, formanns ASÍ, bæði annarlegan og sorglegan þegar kemur að launakjörum starfsmanna flugfélagsins. Sú síðarnefnda hefur hvatt landsmenn til að sniðganga félagið og biðjist hún ekki afsökunar ætlar Birgir í mál.

Forstjórinn lýsir yfir sárum vonbrigðum með að Drífa reyni að bregða fæti fyrir nýtt flugfélag sem sé beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur. PLAY vísar því alfarið á bug að félagið greiði lægri laun en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði.

„Það er gríðarlega alvarlegt að ASÍ skuli með þessum hætti stíga fram með staðhæfingar sem ekki eiga við rök að styðjast. Fyrirtækið er tilbúið að fyrirgefa ASÍ en ásakanirnar verða dregnar til baka, annars ætli félagið að leita réttar síns til að bæta þann skaða sem ASÍ veldur með því að skora á fólk að sniðganga Play,“ segir Birgir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -