Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
4 C
Reykjavik

Birgitta og Eurovision-myndin: „Þessi stelpa hlýtur að fara í Eurovision, lenda í ruglinu og allt fer í fokk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Birgitta Haukdal kom í heimsókn í þátt útvarpsmannsins Sigga Gunnars á K100 fyrir stuttu. Þar ræddu þau meðal annars væntanlega kvikmynd um Eurovision sem verður að hluta til tekin upp á Húsavík, en myndin fjallar um unga stúlku frá íslenskum smábæ sem keppir í Eurovision.

Sem minnir óneitanlega á Birgittu, sem er fædd og uppalin á Húsavík og tók þátt í keppninni árið 2003 með laginu Open Your Heart þar sem hún lenti í 8. Sæti.

„Ég held að það sé algjör tilviljun að myndin eigi að gerast árið 2003 og sé um stúlku frá Húsavík,“ segir Birgitta. „Það hefði verið gaman ef að ég hefði fengið að vera með puttana í þessu.“

Seigr hún að það væri gaman að hitta Will og ræða þetta við hann og fá boðsmiða á myndina.

„Þetta var voða óspennandi hjá mér, ég fór bara að sofa klukkan níu á kvöldin og mætti á æfingar,“ segir Birgitta og sagðist ekki hafa ætlað að missa röddina í einhverju partýi á að syngja fram á kvöld. „Ég get gert það alla aðra daga. Þegar þú ert í svona stóru verkefni, ertu að vanda þig. Ef myndin verður um mig þá verður þetta hræðilega leiðinleg mynd.“

„Það eiga allir íslendingar eftir að hópast í bíó,“ segir Birgitta og segist bíða spennt eftir myndinni.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

- Auglýsing -

Og til að rifja upp framlag okkar árið 2003.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -