Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Birkir varla yfirgefið heimili sitt í mánuð: „Erfitt að hugsa um fótbolta á þessum dögum, sérstaklega þegar maður heyrir að það sé komið upp í þúsund látnir á dag hér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birkir Bjarnason meðlimur íslenska landsliðsins í fótbolta og leikmaður ítalska liðsins Brescia hefur varla farið út af heimili sínu í fjórar vikur, en hann býr í ítalska bænum Brescia.

Ítalía er það land sem hefur orðið einna verst úti í kórónaveirufaraldrinum, bæði í fjölda greindra smita og dánartilfella, og býr Birkir í hálftíma fjarlægð frá bænum Bergamo, sem hefur orðið verst úti á Ítalíu.

Sjá einnig: Nístandi myndband sýnir áhrif COVID-19 á Ítalíu

„Mér finnst svolítið erfitt að hugsa um fótbolta á þessum dögum, sérstaklega þegar maður heyrir að það sé komið upp í þúsund látnir á dag hér á Norður-Ítalíu. Það er svolítið erfitt að sjá hvað sé að fara að gerast á næstunni,“ segir Birkir í viðtali við RÚV, en hann reyndi að komast heim til Íslands í byrjun mars þegar hlé var gert á keppni í ítölsku deildinni, en fékk neitun frá félagi sínu.

„Ég er náttúrulega bara hálftíma frá Bergamo þar sem þetta er allra verst og ég var að heyra núna um daginn að Brescia er bær númer tvö yfir flesta látna og flesta smitaða. Þannig að ég er svo sem í versta hlutanum af Ítalíu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -