Baráttukonan Birna Þórðardóttir er þekkt fyrir einlægni og að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Hún segir frá því í þættinum Mannamál hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni að hún sé að glíma við heilabilun á upphafsstigi. Birna talar opinskátt um þessi örlög sín og segist vera að undirbúa sig áður en sjúkdómurinn leggst þyngra á hana. Hún telur að þarna sé um erfðir að ræða þar sem móðir hennar, Sigrún Pálsdóttir skólastjóri á Borgarfirði eystra, hafði glímt við sjúkdóminn.
Ævisaga Birnu, skráð af Ingibjörgu Hjartardóttur, kom út nýlega. Birna er einn þekktasti mótmælandi Íslands. Hún var mjög andvíg herseti Bandarikjamanna á Íslandi og beitti sér óspart í þeim efnum. Fræg mynd er til af henni þar sem lögreglan fer um hana ómjúkum höndum …