Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

„Mín skoðun umdeild og ég verð barin niður“: Birna stendur upp til varnar íslenskum karlmönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Valtýsdóttir segir ekki kaupa allan skítinn sem flæði um samfélagsmiðlana hvað varðar ásakanir á hendu ónafngreindum íslenskum karlmönnum sem sakaðir eru um hitt og þetta ofbeldið í garð kvenna. Hún segist meðvituð um að skoðun sín sé umdeild og að hún verði án efa barin niður.

Birna birti langa færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún tekur upp hanskann fyrir íslenska karlmenn. Þar segir hún sjálfa hafa logið upp á þá og komist upp með það í gegnum tíðina.

Hér kemur færsla Birnu í heild sinni:

Birna Valtýsdóttir.

„Mig langar til að byrja þennan pistil á því að undirstrika að andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er í alla staði óafsakanlegt. MeToo hreyfingin: frábær. Feminismi: frábær. GRL PWR alla f** leið!

Í gegnum síðustu vikur hefur mig langað að segja margt, koma skoðun minni á framfæri og taka þátt. Því mín skoðun er stór og mín skoðun er sterk en hefur einfaldlega ekki ratað inn í umræðuna vegna ótta. Mín skoðun verður alveg örugglega umdeild og ég verð barin niður, en þrátt fyrir það hef ég ákveðið að láta hana í ljós. Því eftir nokkrar vikur af stanslausum samræðum um þessi mál hef ég komist að þeirri staðreynd að margir deila minni sýn á þessa nýjustu MeToo bylgju eins og hún birtist okkur í dag.
Mig langar til að taka upp hanskann fyrir karlmönnum okkar lands. Karlmönnunum okkar: feður, synir, bræður, frændur, vinir, kærastar, eiginmenn. Ég kaupi ekki allan skítinn sem um ykkur er sagt á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Ég gef ykkur „the benefit of the doubt“ og ég er ekki sú eina.
Ég er kona. Ég veit hvernig það er að vera kona. Ég veit hvernig það er að fá óumbeðna athygli fá karlmönnum. Ég þekki alla þráhyggjuna sem fylgir því að vera hafnað af karlmanni, það hefur verið haldið framhjá mér og ég hef verið hunsuð eftir að hafa sofið hjá. Ég hef orðið fyrir ofbeldi og ég hef beitt ofbeldi. Ég hef barist við alkahólisma og átröskun. Þegar ég var sem veikust gerði ég ljóta hluti til að fá mínu framgengt. Ég hef logið, ég hef svikið og ég hef skaðað annað fólk. Ég er ekki þessi kona í dag, ég tel mig vera góða manneskju en er þó langt frá því að vera fullkomin.
Ég er alls ekki eina konan þarna úti sem hefur logið, beitt andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi og komist upp með það. Ég hef viðurkennt það og mér var fyrirgefið, mér var hrósað, vegna þess að ég er kona. Ég hef horft upp á fyrirmyndar karlmenn, virkilega góða menn fara í gegnum hræðileg mál tálmunar, meinað umgengni að eigin börnum án nokkurs sannleika eða ástæðu en mæðurnar með allan réttinn. Konum er nauðgað og gerendur ganga lausir án refsingar, menn fremja morð án afleiðinga og ég gæti haldið endalaust áfram. Þetta kerfi okkar er augljóslega gallað.. en þetta samfélag sem við lifum og hrærumst í dag, er meingallað líka. Því miður þá er mannkynið ekki betra en þetta. Við ljúgum og við sköðum aðra, oft án þess að gera okkur grein fyrir skaðanum sem við völdum öðru fólki. Við slúðrum og við ýkjum sögur hvert af fætur öðru. Með hverri manneskju sem tekur við slúðrinu og ber það áfram bætist við nýr kryddaður lygamoli sem ýkir sögusagnir og sagan endar auðvitað aldrei eins og hún er í raun.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að kerfið okkar virðist oft „halda með“ gerendum þegar kemur að ofbeldisákærum. Ein ástæðan er sú að það eru margir þolendur sem ljúga. Þessir „þolendur“ kæra af öðrum ástæðum en sannleikanum. Þeir kæra til að hefna sín, til að fá skaðabætur, til að smána einstaklinginn sem þau bera kannski gamla og/eða óuppgerða gremju til, svo eitthvað sé nefnt. Þær kæra fyrir ofbeldi sem þær beittu sjálfar. Ég veit til þess að konur hafi kært menn um nauðgun vegna þess að þær héldu framhjá – það komst svo upp – og þetta var niðurstaðan: „Hann nauðgaði mér“. Ég hef séð konu biðja mann afsökunar á einmitt þessu, eftir að sá maður sat í fangelsi fyrir brotið, sem reyndist svo ekki hafa verið brot. Var þeirri konu refsað? Var talað um þetta opinberlega? Nei… Ég þekki og hef rætt við marga karlmenn sem hafa lent í svipaðari reynslu. Það má setja undir sama hattinn karlmenn sem verða fyrir andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi, sem bregðast á endanum við ofbeldinu með ofbeldi og eru þar með stimplaðir gerendur en ekki þolendur. Fyrir mér virðist þetta vera mjög algeng lífsreynsla fyrir karlmenn hér á landi.
Samfélagið okkar er þannig í dag að ég gæti vaknað einn daginn og ákveðið að eyðileggja mannorð fyrrverandi kærasta míns á svipstundu… og mér myndi takast það. Ef einhver efast þennan „sannleika“ sem ég setti af stað út í kosmósinn, þá verður sá og hinn sami jarðaður af múgæsingi kvenna og karla sem hafa lent í svipaðari reynslu eða þekkja einhvern sem hefur lent í svipaðari reynslu. Konur og karlar sem færa sinn eigin sannleika, sína eigin upplifun yfir á eitthvað mál sem er alls ekki þeirra eigið, alls ekki þeirra sannleikur, heldur lygi sem enginn trúir að nokkur myndi ljúga.
Þær lygar sem við trúum ekki að einhver myndi voga sér að ljúga, það eru einmitt þær lygar sem fólk kemst upp með. Sannir lygarar vita þetta. Sannir lygarar kunna þetta. Ekki taka þá afstöðu að halda því fram að það sem þú lest í fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum sé heilagur sannleikur. Staldraðu við og taktu öllu með fyrirvara. Fréttamennska snýst um að fá bestu fréttina. Ekki sannleikann.
Við skulum ekki gleyma því að algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna er sjálfsvíg. Vertu því viss um að þú sért ekki að taka þátt í niðurbroti sem á ekki rétt á sér. Vertu viss um að þú sért ekki að styðja einstakling sem er að ýkja eða ljúga, einstakling sem gerir það að verkum að kærum hjá raunverulegum fórnarlömbum sé vísað frá.
Ekki taka afstöðu – ef þú hefur bara heyrt eina hlið málsins.
Ekki dæma aðra og ekki slúðra.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Batnandi MÖNNUM OG KONUM er best að lifa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -