Mánudagur 20. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Birni Inga ekki skemmt: „Nógu erfitt að standa í baráttunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér er ekki skemmt yfir ítrekuðum tilraunum til að taka mann niður, það getur ekki verið að það liggi svona á að þagga niður í mér,“ segir Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans í færslu sinni á Facebook.

Vísar hann þar til fréttar Mannlífs fyrr í dag, þar sem greint er frá því að óskað hafi verið eftir gjaldþrotaskiptum hjá félagi Björn Inga, Viljanum.

„Ég sé að Mannlíf slær því upp að Lífeyrissjóðurinn Gildi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti hjá Viljanum skv. dagskrá Héraðsdóms Vesturlands. Í annað sinn les ég fyrst um slíkt í fjölmiðlum, jafn fáránlegt sem það er og algjörlega að tilefnislausu. Það er engin skuld við þennan lífeyrissjóð, það voru gerð mistök í einni skilagrein og margoft búið að útskýra það. Það hefur aldrei neinn starfað hjá Viljanum sem greiðir í þennan lífeyrissjóð. Meint skuld er innan við 50 þúsund krónur, hvorki meira né minna. Það er nógu erfitt að standa í baráttunni og halda sjó, þótt ekki sé sífellt vitlaust gefið með þessum hætti. Þetta fer aftur af dagskrá Héraðsdóms, enda átti það aldrei að fara þangað. Mér er ekki skemmt yfir ítrekuðum tilraunum til að taka mann niður, það getur ekki verið að það liggi svona á að þagga niður í mér.“

Ég sé að Mannlíf slær því upp að Lífeyrissjóðurinn Gildi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti hjá Viljanum skv. dagskrá…

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Wednesday, March 3, 2021

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -