Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Birta Björnsdóttir upplifði sína verstu martröð á Spáni: „Allt er einhvern tímann fyrst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fatahönnuðurinn og fyrrum eigandi Júníform býr á spáni ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Lífið á Spáni er ljúft en í gær upplifði hún þó sína verstu martröð.

Birta og fjölskylda hennar eru stödd á hóteli á Andorra, Spáni en í gær birtist myndband á Instagramreikningi hennar þar sem fjölskyldan sést bíða eftir hjálp eftir að hafa lent í því sem margir hræðast. Þau festust í lyftunni.

Fréttablaðið greindi frá þessu í dag.

„Allt er einhvern tímann fyrst, mér finnst þetta pínulítið fyndið þar sem þetta er your worst nightmare,“ segir Birta í myndbandinu.

Eftir að hafa beðið í svolítinn tíma eftir hjálp var þeim loksins bjargað af starfsfólki hótelsins. Í lok myndbandsins sést fjölskyldan svo skríða út úr lyftunni, frelsinu fegin.

Loksins laus úr prísundinni
Mynd: Instagram skjáskot

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -