Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Birta fyrirsæta: „Allar stelpurnar voru ljóshærðar með blá augu og mér fannst þær svo glæsilegar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Allar stelpurnar voru ljóshærðar með blá augu og mér fannst þær svo glæsilegar. Ég hugsaði, bíddu hvernig get ég keppt við þetta? Ég lít ekkert út eins og þær.“ 

Þetta segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, fyrirsæta í viðtali hjá skandinavísku útgáfu tískutímaritsins Vogue. Birta var krýnd Miss Universe Iceland árið 2019, en í viðtalinu ræðir hún um fordóma sem hún hefur orðið fyrir á Íslandi vegna húðlitar síns.

Birta segir að það hafi verið erfitt að alast upp sem hluti af minnihlutahóp á Íslandi og að sumt hafi reynst henni erfiðara en annað. Þá segir hún að það hafi verið sérstaklega erfitt að takast á við þá fordóma sem sýndir voru þegar skilti með mynd af henni á hafði orðið fyrir skemmdarverki. Á myndinni var búið að teikna merki nýnasista yfir augu hennar.

Birta ræðir um það hvað það hafi skipt hana miklu máli að geta verið fyrirmynd fyrir aðra Íslendinga og Skandinavíubúa sem eru svartir eða af blönduðum uppruna.

Eins og kunnug er, var Birta fyrsta konan, sem ekki er hvít á hörund, til að vinna keppnina Miss Universe Iceland er hún hneppti titilinn árið 2019. Hún hafi í kjölfarið náð inn á lista tíu efstu í Ungfrú heimur keppninni.

Eftir að Birta komast inn í Miss Universe Iceland keppnina var slagurinn þó ekki unninn.

- Auglýsing -

Fólk hafi haft á orði að Birta ætti að slétta á sér hárið og ætti kannski að sleppa því að fara í brúnkusprautu með hinum stelpunum. Birta hafi þó látið þessar athugasemdir sem vind um eyru þjóta og var ákveðin í því að leyfa sínu náttúrulega hári – með afró-krullum – að njóta sín á sviðinu.

„Jafnvel þó ég myndi ekki sigra, þá mun einhver lítil stelpa þarna úti sjá mig í fegurðarsamkeppninni og hugsa – þetta er eins og mitt hár.“

Birta Abiba Þórhallsdóttir. Mynd: Skjáskot/Eskimos.fr

Var uppnefnd Birta Api

Birta ræðir um óöryggið og segir að fordómarnir vegna húðlitar hennar hafi byrjað strax í leikskóla. „Þegar ég var yngri kölluðu börnin í leikskólanum mig kókó því ég var brún eins og kókópuffs. Í heilum árgangi af um 200 börnin var ég sú eina sem var brún.“  Hún segist meðal annar hafa verið hikandi við að taka þátt í Ungfrú Ísland keppninni, þar sem hún var ekki viss um að það væri pláss í keppninni fyrir manneskju með annan húðlit en hvítan.

- Auglýsing -

Á unglingsaldri urðu orðsendingarnar andstyggilegri sem átti eftir að hafa virkilega djúpstæð áhrif á mig. Hún segir jafnframt frá því að hún hafi oft á tíðum verið uppnefnd Birta api, en hún heitir Birta Abiba og Abiba hljómar eins og Api.

Birta Abiba Þórhallsdóttir. Mynd: Skjáskot/Eskimos.fr

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -