Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Birti myndband á Instagram rétt áður en þyrlan hrapaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trevor Cardigan, einn af þeim sem lést í hræðilegu þyrluslysi í New York síðasta sunnudag, virðist hafa sett myndband af sér og vinum sínum í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði.

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, setti hann í Instagram-sögu sína samkvæmt frétt New York Daily News, en í því má sjá vinina í þyrlunni er hún tekur á loft.

Stuttu eftir að myndbandið var tekið skall þyrlan í Austurá í New York og komst flugmaðurinn einn lífs af. Auk Trevors, sem var 26 ára, létust fjórir aðrir farþegar í þyrlunni, þau Daniel Thompson, 34 ára, Tristan Hill, 29 ára, Brian McDaniel, 26 ára og Carla Vallejos-Blanco, 29 ára.

Björgunaraðgerðir reyndust mjög erfiðar þar sem veður var slæmt og allir farþegar vel festir í belti. Því var erfitt að ná þeim úr þyrlunni. Að sögn þyrluflugmannsins lenti farangur eins farþegans á neyðarhnappi í þyrlunni og slökkti þar með á eldsneytisflæðinu.

Þyrlan var á vegum fyrirtækisins Liberty, en þetta er þriðja slysið sem tengist þeim á ellefu árum. Því hefur verið kallað eftir að Bandaríska flugmálaeftirlitið endurskoði réttindi fyrirtækisins til starfa á meðan farið er ítarlega yfir öryggismál hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -