Á síðastliðnum vikum hefur ókunn tálbeita verið ötul við að birta myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem varðað er við mönnunum sem í þeim birtast. Myndböndin eru nú orðin níu talsins og mennirnir jafnmargir. Allir eru þeir nafngreindir og öllum er þeim ætlað að vera barnaníðingar.
Í athugasemdum færslnanna er forsvarsmanninum hrósað í hástöfum og fylgendur sameinast um að þakka honum fyrir framtakið. Þá varpa þeir fram spurningum til forsvarsmannsins og við eitt myndskeiðanna er spurt hvort myndböndin séu ný. „Já allt tekið upp á seinstu tveim vikum“.
Fylgjendur láta einnig vita ef þeir þekkja til viðkomandi, birta heimilisföng þeirra og merkja fyrirtækin sem meintir starfa hjá. Þá kemur fram undir einu þeirra að meintum aðila hafi verið sagt upp störfum.
Aðalsamnefnari myndskeiðanna er að meintir barnaníðingar nálgast allir tálbeituna í gegnum smáforritið SnapChat. Aðspurður hvernig hann nálgist mennina, svarar hann: „Þeir finna mig :)“, og bendir jafnframt fylgjendum á að samfélagsmiðlar séu ekki staður fyrir börn.
Samfélagsmiðlinn TikTok hefur verið aðalvettvangur birtinganna en á dögunum var einnig opnaður aðgangur á Instagram. Sívaxandi fylgjendahópurinn virðist hafa mikinn samtakamátt um að knésetja meinta kynferðisbrotamenn. Á Tiktok eru þeir tæp fimm þúsund fylgjendur og tæp þrettán hundruð á Instagram.