Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Birtingin á fullan rétt á sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um fátt hefur verið fjallað jafn mikið síðustu daga og gróf ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokk fólksins um samstarfsmenn sína á Alþingi. Spurður hvernig viðbrögðin hafi verið við fréttaflutningi Stundarinnar af málinu segir annar ritstjórinn, Jón Trausti Reynisson, m.a. áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eiga hlut að máli. Þau sýni að stjórnmálamenn séu, eins og oft áður, sérfræðingar í að stjórna umræðunni sér í hag.

„Næsta skref virðist vera að fjalla ekki um það sem þeir gerðu, til dæmis það að Gunnar Bragi Sveinsson hafi skipað sendiherra til að eiga inni persónulegan greiða hjá Sjálfstæðisflokknum, heldur áfellast þá sem gerðu þessa upptöku og einblína á fjölmiðla og siðferði fjölmiðla,“ bendir hann á. „Þannig setur Sigmundur Davíð Gunlaugsson fram þá samsæriskenningu að hlerunarbúnaði hafi verið komið fyrir í símanum hans þótt við höfum birt frétt sem sýnir að það stenst alls ekki og hann vill að fjölmiðlar verði rannsakaðir vegna málsins. Mér finnst þessi viðbrögð stjórnmálamanna vera einna lærdómsríkust.“

Hann vill að fjölmiðlar verði rannsakaðir vegna málsins.

Jón Trausti segir að í gegnum árin hafi verið talað nokkuð óformlega um hrossakaup og helmingaskipti samfélagsins milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og þessar upptökur veiti ótrúlega innsýn í orðræðu og gildismat stjórnmálamanna. „Þarna eiga hlut að máli aðilar sem hafa kynnt sig með ákveðnum hætti, t.d. fyrir kosningar, en svo kemur bara í ljós að raunveruleikinn er allt annar.“

Þið hafið aldrei fyllt efasemdum um að birta þetta?

„Það er alltaf heilbrigt að efast um birtingu efnis af þessu tagi,“ svarar hann. „Efnið verður að vera fréttnæmt og það verður að vera hafið yfir allan vafa að það eigi erindi til almennings. Auðvitað byggir okkar ákvörðun á því að hafa hlustað á upptökurnar og uppgötvað að á þeim eru miklu alvarlegri hlutir en maður hefði getað ímyndað sér. M.a. meðferð á opinberu valdi, eins og að skipa í stöður fyrir hönd þjóðarinnar sem þarna er verið að fara með eins og einkaeign. Við teljum birtinguna því hafna yfir allan vafa. Það er ekki nokkur spurning um slíkt þegar stjórnmálamenn eru að misnota vald í eigin þágu.“

Jón Trausti segir að enn sem komið er hafi ekki komið fram krafa um að umfjöllunin verði stöðvuð. Aðeins umrædd pressa frá formanni Miðflokksins um að fjölmiðlar verði rannsakaðir. „Við höfum auðvitað leitt hugann að því að slíkt geti gerst í ljósi fyrri reynslu. Vonandi verður það ekki reynt í þetta sinn.“

Mynd / Stundin

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -