Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

„Birtist einn daginn án þess að gera boð á undan sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Stephensen sendi nýverið frá sér sína fyrstu bók, Boðun Guðmundar. Bókin hefur fengið flotta dóma og um hana segir Guðmundur Andri Thorsson meðal annars: „Hún er býsna raunsæ um leið og hún er fullkomin fantasía; bráðfyndin og sorgleg í senn, hugljúf og mjög umhugsunarverð.“

 

„Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir um það bil 6-7 árum en eins og svo margar góðar hugmyndir þá birtist hún bara einn daginn án þess að gera boð á undan sér,“ segir Eiríkur sem annars er verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands.

Bókin fjallar um Guðmund Kára sem er miðaldra tónlistarkennari í tilvistarkreppu. Síðustu vikur hefur hann glímt við þráláta síþreytu sem hann skrifar fyrst í stað á timburmenn en þegar þeir dragast á langinn án tilefnis ákveður hann að fara til læknis. Á sama tíma fara ýmis dýr, hvít að lit, að gera sig heimakomin við kjallaraíbúð Guðmundar við Grenimel. Þegar læknirinn boðar hann svo alvarlegur á sérstakan fund óttast Guðmundur hið versta, segir á bókarkápu Boðunnar Guðmundar.

„Ég hvet þó fólk til að fara varlega í að lesa bókina með sjálfsævisögulegum gleraugum.“

„Sagan er alger uppspuni en ég hefði væntanlega ekki skrifað hana ef ég væri ekki ég sjálfur þannig að ég býst við að hún beri þess einhver merki. Ég hvet þó fólk til að fara varlega í að lesa bókina með sjálfsævisögulegum gleraugum,“ segi Eiríkur og svarar því aðspurður að boðskapur bókarinnar sé leyndarmál.

„Það væri gaman að skrifa fleiri bækur en ég lofa nú engu um það.“

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -