Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Biskup hrekur séra Skírni í annað sinn úr starfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes Sigurðardóttir biskup hefur rekið séra Skírni Garðarsson úr embætti. Það gerir hún sökum þess að presturinn braut trúnað í starf sínu og lýkur hann störfum samstundis fyrir íslensku þjóðkirkjuna. Þetta er í annað sinn sem biskupinn hrekur Skírni úr starfi.

Skírnir missti áður embætti sitt við Lágafellskirkju en þá var hann einnig rekinn vegna brots á trúnaðarskyldu. Nú hverfur hann frá sem héraðsprestur á Suðurlandi. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, staðfestir brottreksturinn. „Prestar gegna afar sérstöku hlutverki þegar kemur að trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum. Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs – og siðareglur presta,“ segir Pétur.

Bakvörðurinn réttindalausi, Anna Aurora Óskarsdóttir, hefur reynst séra Skírni Garðarssyni skeinuhætt. Þegar Skírnir þjónaði sem prestur við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ sótti Anna um styrk úr neyðarsjóði kirkjunnar. Presturinn grunaði hana um græsku og að hafa ekki þörf fyrir hjálp. Hann hafði samband við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar til að spyrjast fyrir um konuna. Þau samskipti urðu til þess að Anna kærði séra Skírni og Mosfellsbæ til Persónuverndar fyrir að rjúfa við sig trúnað. Málið varð til þess að Agnes Sigurðardóttir biskup hrakti hann úr embætti í sókninni og trúnaðarbrot prestsins gagnvart Önnu hafa nú aftur orðið til þess að hann hrökklast úr starfi.

Yfirlýsing Þjóðkirkjunnar um brottreksturinn:

Prestar gegna afar sérstöku hlutverki þegar kemur að trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum. Það er eðli starfsins að vera hlustandi þegar hugur, sál og hjarta þurfa að tala um sín innstu mál. Erfiðleikar og gleðistundir – sorg og sigrar eru allt kaflar í lífi mannsins. Presturinn hlustar, leiðbeinir, samgleðst og aðstoðar og gengur veginn fram með skjólstæðingi sínum. Í ljósi þessa er trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs – og siðareglur presta. Hafa ber í huga að hverjum presti ber að tilkynna öll saknæm mál er varða börn og ungmenni til þar til bærra yfirvalda. Að öllu öðru leiti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun. Sr. Skírnir Garðarsson hefur starfað sem héraðsprestur frá árinu 2016. Í viðtali við Vísi.is þann 11. apríl greindi Skírnir frá viðkvæmum málefnum sóknarbarns, frá þeim tíma sem hann starfaði sem prestur við Lágafellssókn. Með viðtalinu rauf Skírnir trúnaðarskyldu presta og braut starfs – og siðareglur. Sr. Skírnir Garðarson hefur lokið þjónustu sinni fyrir íslensku þjóðkirkjuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -