- Auglýsing -
Tveimur göngumönnum var í nótt bjargað af Baulu. Mennirnir sendu frá sér hjálparbeiðini í gærkvöld eftir að annar þeirra féll í skriðu og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitir komu á vettvang um klukkan tvö í nótt. Hinn slasaði fékk verkjalyf og var mönnunum fylgt niður af fjallinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Hún lenti við fjallið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.
Aðstæður í fjallinu voru slæmar í gær. Baula er skriðurunnin, brött og erfið uppgöngu.