Laugardagur 28. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Bjarni Ben við Stefán Einar: „Ég skal segja þér hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, telur að fyr­ir­ætlan­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í Evr­ópu­mál­um eigi geta endað með öðru en ósköp­um fyr­ir stjórnina sjálfa; segir að málið sé barasta „allt á röng­unni.“

Þetta og fleira kem­ur fram í ansi ít­ar­legu viðtali við Bjarna á vett­vangi þáttarins Spurs­mála.

Bjarni seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni beita sér af hörku gegn aðild að ESB.

„Það helst sem ég hef við þetta að at­huga er hvernig menn eru að nálg­ast þetta hug­mynda­fræðilega. Það er ekki óvænt að þeir vildu ýta þessu á und­an sér vegna þess að þau sjá það öll að það er glapræði. Það er eng­inn stuðning­ur við, ef það væri ein­hver stuðning­ur við að ganga í Evr­ópu­sam­bandið núna þá hefðu þau auðvitað bara viljað klára það núna í janú­ar. Vegna þess að all­ir væru bara að kalla á það að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Hver hefði viljað fresta því í tvö ár eða annað?“

Bjarni Benediktsson.

„Hug­mynda­fræðilega er þetta al­veg ótrú­lega dap­urt mál. Vegna þess að þeir sem í hjarta sínu trúa því að við eig­um að er­indi inn í Evr­ópu­sam­bandið að það sé hags­muna­mál fyr­ir okk­ur til lengri tíma að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þeir ættu að segja: Það er þangað sem við ætl­um að fara, við verðum að fara þangað. Það er þarna sem hags­mun­um okk­ar er best borgið. Til þess að leggja af stað í þá veg­ferð og ljúka þeim svo með samn­ing­um þá ætl­um við að bera málið und­ir þjóðina í þjóðar­at­kvæði og við ætl­um að sjálf­sögðu að berj­ast fyr­ir því að það verði farið í Evr­ópu­sam­bandið. Og leggja eitt­hvað und­ir, að setja stefnu­mál sitt í kosn­ingu með því að segja þetta er það sem við stönd­um fyr­ir og við ætl­um að standa og falla með því. Nei, það er ekki það sem þau gera. Þau segja: það er svo mik­il­vægt að fram­kalla þjóðar­vilj­ann ein­hvern veg­inn með kosn­ingu og við ætl­um ekk­ert að hafa skoðun á því, við ætl­um ekki að segja fólki hvað það eigi að kjósa. Þetta er bara mál sem er fram­kvæmd­ar­legt atriði. Mik­il­vægt að það fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla fyrst Jó­hönnu­stjórn­in lét hana ekki fara fram árið 2009 eins og hún átti að gera. Og svo sjá­um við bara hvað kem­ur út úr þessu. Þetta er bara ein­hver furðuhug­mynd. Þetta hef­ur hvergi verið gert, það hef­ur hvergi nokk­urs staðar verið gert.“

- Auglýsing -
Fáni ESB.

Bjarni er spurður – hvernig end­ar þetta?

„Þetta get­ur ekki endað nema með ósköp­um fyr­ir stjórn­ina. Vegna þess að stjórn­in er að segja að hún ætli að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um mál sem hún hef­ur enga sér­staka skoðun á. Ætlar ekk­ert að leggja neitt að veði til þess að fá ein­hverja niður­stöðu með þetta. Þetta er allt sam­an á röng­unni, þetta stend­ur allt sam­an á haus. Enda lagði ég það til að málið færi til þjóðar­inn­ar þegar Jó­hanna og Stein­grím­ur óskuðu eft­ir því við þingið að fá að sækja um þá sagði ég hvort við ætt­um ekki að spyrja þjóðina fyrst þetta er það sem þið viljið gera. En að segj­ast ætla að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu án þess að leggja nokkuð und­ir og í sjálfu sér án þess að vera með neitt þing­mál til þess að að setja umræðuna af stað.“

- Auglýsing -

Aftur er Bjarni spurður: Er þetta ekki klókt af þeim?

„Þetta er auðvitað þannig að það er ekki að halda neinu áfram. Það verður auðvitað að taka málið upp frá rót­um. Það er al­veg aug­ljóst. Ef þú held­ur að það sé klókt þá segi ég að þetta mun allt enda með ósköp­um, ef það er svona sem menn ætla að halda á þessu. Al­veg eins og all­ar at­kvæðagreiðslur þar sem menn eru bara að fara í gegn­um ein­hver forms­atriði með því að láta kjósa. Þetta er svona, við sáum þetta auðvitað ger­ast þegar fyrri Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslan fór fram þá töluðu þau þetta allt sam­an niður, sögðu að þessi at­kvæðagreiðsla væri bara óþarfi, enda fengu þau 98% á móti sér. Og mér finnst bara eng­in brag­ur á því. Ef menn vilja láta kjósa um Evr­ópu­mál­in þá verða menn að setja hjartað í málið.

Ég skal segja þér hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun gera.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei í sögu Gallup mælst með minna fylgi.

Hann mun berj­ast gegn því að rík­is­stjórn­in fái heim­ild til þess að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu að nýju. Vegna þess að við erum stjórn­mála­flokk­ur sem hef­ur skoðun á þessu máli. Við eig­um er­indi við þjóðina, við höf­um rödd, við höf­um hug­sjón­ir, við ætl­um að leggja þær hug­sjón­ir fyr­ir fólk og biðja það að íhuga hvað það eigi að gera með at­kvæði sitt. Við ætl­um ekki að standa á kant­in­um og segja, ja, hér er bara mál sem er þannig vaxið að við treyst­um okk­ur ekki til að hafa skoðun.“

Spurning til Bjarna: Mun þessi stjórn sitja fjög­ur ár?

„Ég ætla engu að spá fyr­ir um það. Hingað er kom­in stjórn sem hef­ur meiri­hluta á þing­inu og það er mikið und­ir þeim sjálf­um komið hvernig úr spil­ast. Það er ein stjórn sem hef­ur haldið út. Það er rík­is­stjórn­in sem við vor­um í. Hún hélt ekki bara út, hún sat í sjö ár sem er al­gjört met.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -