Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bjarni eldrauður í Kastljósinu: Vinstri-grænir hafna forsætisráðherra í beinni útsendingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Algjört uppnám er innan stjórnarflokkanna eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði þingrof og kosningar í desember. Í Kastljósi kvöldsins upplýsti Svandís Svavarsdóttir að VG myndi ekki sætta sig við að sitja í starfsstjórn með Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra. Bjarna var bersýnilega brugðið og hann var eldrauður í framan og ekki rökviss. Svandís sagpist jafnframt geta hugsað sér að starfa með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir henti sprengju inn í ríkisstjórnarsamstarfið.

Sigurður Ingi besti kostur

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar, lýsir því á Facebook að Bjarna hafi mistekist að setja upp leikrit sem honum hentar.
„Á tröppunum á Bessastöðum í morgun sagði Bjarni Benediktsson að hann teldi eðlilegast að núverandi ríkisstjórn sæti áfram til kosninga einsog venjuleg ríkisstjórn. Ef samstarfsflokkarnir vildu það ekki, þá myndi hann leggja fram lausnarbeiðni fyrir ríkisstjórn sína. Þar með yrði ríkisstjórnarsamstarfinu slitið. Undir kvöldmatarleytið eftir fund sinn með forsetanum tók Svandís Svavarsdóttir hins vegar algerlega af skarið með það, að VG er ekki reiðubúið til þess. Svandís sagði líka alveg skýrt að hún gæti vel hugsað sér bráðabirgðastjórn þar sem Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, yrði forsætisráðherra uns ný ríkisstjórn verður mynduð,“ skrifar Össur og segir það vera viturlegt af henni.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
„Af öllum þingmönnum er Sigurður Ingi langbest fallinn til að gegna því hlutverki. Hann er þrautreyndur – og maður með dýrmæta reynslu sem forsætisráðherra. Hann reyndist sérlega farsæll þegar hann tók við því embætti með hálfs dags fyrirvara árið 2016 og gegndi því með miklum sóma í níu mánuði – og í gegnum kosningar,“ skrifar Össur.
Pistill Össurar í heild sinni:
Á tröppunum á Bessastöðum í morgun sagði Bjarni Benediktsson að hann teldi eðlilegast að núverandi ríkisstjórn sæti áfram til kosninga einsog venjuleg ríkisstjórn. Ef samstarfsflokkarnir vildu það ekki, þá myndi hann leggja fram lausnarbeiðni fyrir ríkisstjórn sína. Þarmeð yrði ríkisstjórnarsamstarfinu slitið.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Undir kvöldmatarleytið eftir fund sinn með forsetanum tók Svandís Svavarsdóttir hins vegar algerlega af skarið með það, að VG er ekki reiðubúið til þess.
Svandís sagði líka alveg skýrt að hún gæti vel hugsað sér bráðabirgðastjórn þar sem Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, yrði forsætisráðherra uns ný ríkisstjórn verður mynduð. Það var viturlegt af henni.
Af öllum þingmönnum er Sigurður Ingi langbest fallinn til að gegna því hlutverki. Hann er þrautreyndur – og maður með dýrmæta reynslu sem forsætisráðherra. Hann reyndist sérlega farsæll þegar hann tók við því embætti með hálfs dags fyrirvara árið 2016 og gegndi því með miklum sóma í níu mánuði – og í gegnum kosningar.
Þá má rifja eftirfarandi upp: Árið 2016 kom Sigmundur Davíð forsætisráðherra askvaðandi á Bessastaði og heimtaði að Ólafur Ragnar þáv. forseti staðfesti ákvörðun um þingrof. Ólafur Ragnar yfirheyrði hann stuttlega og nánast henti honum að því búnu út af Bessastöðum. Degi síðar var Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra.
Í dag kom Bjarni Benediktsson á Bessastaði og ræddi þingrof en án þess að stjórnin færi frá – svo hann gæti veifað valdi forsætisráðherra í kosningabaráttunni. Núverandi forseti, á kurteisari hátt en Ólafur Ragnar á sínum tíma, taldi hins vegar ekki tímabært að taka afstöðu til þingrofsbeiðninnar og hóf fundi með formönnum allra flokka.
Samkvæmt eigin yfirlýsingu hlýtur því Bjarni að mæta aftur á Bessastaði á morgun – og nú til að afhenda lausnarbeiðni ríkisstjórnar sinnar. Langlíklegast er líka á þessu augnabliki að aftur verði það Sigurður Ingi sem endar kjörtímabilið sem forsætisráðherra – á jafnfarsælan hátt og hann gerði 2016.
Svona endurtekur sagan sig. Þegar menn setja upp leikrit þarf að hugsa það til enda. Það gerðist ekki 2016, og ekki heldur 2024.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -