- Auglýsing -
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist hafa misst einbeitinguna í fyrirspurnatíma þingsins í morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði hann um kostnað ráðuneyta vegna Microsoft leyfa.
„Afsakið forseti ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint til annars ráðherra. Ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð að taka þá á mig þótt ég hafi verið hér í þingsal,“ svaraði Bjarni og viðurkenndi að hann vissi hreinlega ekki hvers væri spurt.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Björn Leví því um að endurtaka fyrirspurnina og minnti ráðherra á að fylgjast með þingstörfum.