Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Bjarni og gullkálfarnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er í vörn vegna skyndiútboðisins á bréfum í Íslandsbanka. Almenningi kom útboðið á óvart en það var það leynilegt og einungis fyrir valda fjárfesta sem fengu afslátt frá markaðsverði.

Það stingur í augu að þrír gullkálfanna sem sem nutu hlunnindanna eru tengdir Íslandsbanka og því með betri stöðu en aðrir til að átta sig á verðmæti og framtíð bankans.  Ari Daníelsson, stjórnarmaður í bankanum, keypti fyrir 55 milljónir króna. Hann fékk afslátt frá gangverði sem nemur 2,4 milljónum króna, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Fótboltamaðurinn fyrrverandi, Ríkharður Daðason er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðsstjóra bankans. Hann keypti fyrir 27 milljónir króna og fékk 1,2 milljón krónur í afslátt og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta, keypti fyrir 11,2 milljónir króna og hagnaðist um tæplega hálfa milljón ef litið er til Kauphallarverðins.

Margir gagnrýna framkvæmdina á útboðinu. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, náði ágætlega utan um þetta þegar hann sagði að Bjarna væri einfaldlega ekki treystandi í þessum efnum og var þá væntanlega að vísa til fortíðar ráðherrans og frændhygli. Það mun svo koma í ljós þegar upplýst verður um kaupendur hvort vinir og vandamenn Bjarna hafi notið góðs af …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -