„Þetta er svona smám saman að takast hjá okkur,“ sagði Bjarni Benediktsson í dag um stöðu stjórnarmyndunar.
Bjarni gekk á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, í dag.
Þá sagði hann mikilvægt að fólk sýndi aðstæðum skilning.
Bjarni vill fella niður samkomutakmarkanir og er Sigurður Ingi sammála honum.
„Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi í morgun.
Þá sagði hann sóttvarnalög vera til staðar ef grípa þarf til takmarkana og aðgerða.
Sigurður segist vilja aflétta sóttvarnatakmörkunum og jafnvel gott betur en það, eða allsherjarafléttingar.
Ríkisstjórn fylgist þá vel með öðrum löndum er kemur að afléttingu sóttvarna en nágrannalönd hafa aflétt takmörkunum að miklu leyti.
Sigurður Ingi segir Ísland nú vera á góðum stað varðandi faraldurinn.
Viðtalið við Sigurð má sjá í heild sinni á Vísi.