Mikill fjöldi kjósenda strikaði yfir nöfn formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í liðnum kjósendum. Yfir 500 kjósendur strikuðu yfir nöfn þeirra Bjarna Benediktssonar formanns og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Yfirstrikanir höfðu þó ekki áhrif á uppröðun á lista flokksins.
Morgunblaðið i í dag skýrslu kjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi. Þar kemur fram að 591 kjósandi strikaði yfir nafn Þórdísar Kolbrúnar eða færði hana neðar. 544 kjósendur afgreiddu Bjarna með sama hætti. Þetta er vísbending um þá óánægju sem er innan flokksins með forystu hans.
Skýringin á stórfelldum yfirstrikunum Þórdísar Kolbrúnar má eflaust rekja til aðfarar hennar að Jón Gunnarssyni sem missti annað sæti listans og var færður í það fimmta. Nærtækt er að stuðningsmenn Jóns hafi brugðist við með þeim hætti til að refsa henni. Yfirstrikanir á Bjarna geta ekki verið vísbending um annað en megna óánægju kjósenda með hann sem formann. Þetta er metfjöldi yfirstrikana í kjördæminu.
Minna var um yfirstrikanir hjá öðrum flokkum. Þannig strikuðu 130 kjósendur yfir nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og 84 strikuðu yfir nafn Sigmars Guðmundssonar sem situr í öðru sæti listans.
Yfirstrikanir Sjálfstæðisflokksins varpa ljósi á óánægju innan flokksins. Landsfundur verður væntanlega haldinn í mars og þá væntanlega í skugga þess að flokkurinn verði í stjórnarandstöðu. Ólíklegt er talið að Bjarni hafi til þess vilja eða stuðning til að sitja áfram. Þá eru efasemdir uppi með leiðtogahæfileika Þórdísar Kolbrúnar. Það dregur því væntanlega til tíðinda með forystu flokksins í vetur.