Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Bjarni prestur í stríð við hjólareiðafólk: „Ekki spurning hvort það verði slys heldur hvenær“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur vill hjólareiðamenn burt úr Heiðmörk. Hann segir stígana í þessari náttúruperlu bara gerða fyrir gangandi vegfarendur og skokkara.

Þetta kemur fram í máli Bjarna í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann vísar til þess að hjól eru skráð ökutæki sem ekkert erindi eigi á göngustígana. „Heiðmörk er náttúrugarður og þjóðargersemi. Svæðið er orðið að útivistarparadís. Það veitir mér gleði og ánægju að ganga eftir þessum skógarstígum og njóta fegurðar Heiðmarkar og yndisleika þessa svæðis. En það er einn galli á gjöf Njarðar. Ég þarf alltaf að hafa varann á mér vegna hjólreiðamanna,“ segir Bjarni sem telur augljóst hættu af því að hjólareiðafólk troði sér á göngustíga náttúruperlunnar:

„Stundum koma þeir aftan að manni og hafa í fæstum tilfellum bjöllu á hjólum sínum til að gera mér viðvart. Síðan koma þeir margir á móti manni á fleygiferð. Oft á tíðum eru hjólamenn að ná upp púlsi með því að hjóla af öllum lífs- og sálarkröftum eftir þessum mjóu skógarstígum. Aldrei hefur nokkur einasti hjólreiðamaður stöðvað hjólið sitt til þess að gefa mér færi á að ganga fram hjá honum. Ég þarf alltaf að fara út af skógarstígnum og út í móa og hleypa viðkomandi hjólamanni fram hjá sem er yfirleitt á töluverðum hraða.“

„Gangandi og hlaupandi fólk á að geta notið þessara skógarstíga án þess að vera sífellt hrætt um að lenda í slysi vegna hjólreiðamanna.“

Bjarni prestur vísar í grein sinni til umferðarlaga þar sem segi að hjólreiðamaður á göngustíg eigi að víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta ýtrustu varkárni. Hann telur mikinn misbrest á þessu hjá hjólreiðafólki í Heiðmörk. „Um helgar er mikil umferð á skógarstígunum. Það er ekki bara gangandi fólk heldur einnig hlaupandi auk margra hjóla. Sumir skokkararnir eru með tónlist í eyrunum og heyra því ekki þegar hjól koma aftan að þeim. Í skóginum eru margar blindbeygjur. Það er ekki spurning um hvort það verði slys einn daginn heldur hvenær,“ segir Bjarni ákveðinn og bætir við:

„Að mínu mati gengur það ekki að leyfa hjólreiðar á þessum skógarstígum sem oft og einatt eru mjög mjóir, á sumum stöðum einstigi. Þeir voru upphaflega lagðir fyrir gangandi og hlaupandi fólk. Ég get vel skilið að hjólreiðamenn sækist eftir að hjóla í þessu fagra umhverfi. Stígarnir bera ekki þessar hjólreiðar. Víða eru þeir illa farnir eftir hjólin og verða eitt forarsvað þegar rignir. Gangandi og hlaupandi fólk á að geta notið þessara skógarstíga án þess að vera sífellt hrætt um að lenda í slysi vegna hjólreiðamanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -