Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Bjarni stendur við ummæli sín um að Þorvaldur sé ekki heppilegur samstarfsaðili

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd núna og ræðir afskipta ráðuneytis hans af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors, í stöðu ritstjóra fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Það var Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem fór fram á að Bjarni kæmi fyrir nefndina.

Bjarni hefur áður sagt Þorvaldur sé ekki heppilegur samstarfsmaður ráðuneytisins vegna afstöðu hans og yfirlýsingum um ríkisstjórnir Íslands á síðustu árum. Þá hefur hann einnig sagt að ráðuneyti hans hefði frekar horft til yngra fólks í stöðuna og að kona hefði verið fyrsti valkostur.

Á fundinum greindi Bjarni frá að hann stendur við ummæli sín um að Þorvaldur sé ekki heppilegur samstarfsaðili ráðuneytisins. Áfram lagði hann áherslu á að honum þyki tímabært að kona ritstýri ritinu.

Hann segir tillögur sínar að fólki sem kæmi til greina sem ritstjóri Nordic Economic Policy Review hafi verið ræddar í óformlegu spjalli innan norrænu ráðherranefndarinnar. Hann segir það hafa komið sér í opna skjöldu að nafn Þorvaldar hafi verið komið inn á borð á einhverjum tímapunkti og tekur fram að enginn hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi lagt Þorvald til sem ritstjóra.

Bjarni segir að útlit sé fyrir að einhver starfsmaður ráðuneytisins hafi farið fram úr sér og greint Þorvaldi frá að hann kæmi til greina í starfið, að Þorvaldi hafi verið lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við.

- Auglýsing -

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -