Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Bjarni um æskuástina: „Hún er traustur vinur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er mikill fjölskyldumaður, nýorðinn afi. Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir Bjarni meðal annars æskuástina og fjölskyldulífið. 

Æskuást og eiginkona Bjarna er Þóra Margrét Baldvinsdóttir. Þau kynntust í grunnskóla og voru í sama vinahópnum. „Svo leiddi eitt af öðru og smám saman fórum við að vera saman.“ Bjarni er spurður hvað sé mest heillandi við Þóru. „Það er kannski fagurkerinn í henni og hún nær að gera allt fallegt og skemmtilegt í kringum sig. Hún er ótrúlega góð mamma og heldur heimilinu gangandi í fjarveru minni. Hún er líka traustur vinur.“

Hjónin eignuðust sitt fyrsta barn þegar Bjarni var 21 árs og Þóra Margrét tvítug. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 8-28 ára.

Fyrsta barnabarnið fæddist í vor. Bjarni segist grínast með að því fylgi virðingarstaða í samfélaginu að vera orðinn afi. „Ég finn fyrir því að maður fær aukna vigt við það að verða afi. Það er ekki spurning. Ég upplifi mikil tímamót. Svo varð ég líka fimmtugur í upphafi árs og lífið heldur áfram. Svona leiðir það mann inn á skemmtilegar, nýjar brautir. Það er ekki síst gaman að sjá hvað foreldrar afabarnsins hafa blómstrað í hlutverki sínu; þeir fá þarna nýtt hlutverk og allt breytist.“

„Ég finn fyrir því að maður fær aukna vigt við það að verða afi. Það er ekki spurning. Ég upplifi mikil tímamót.”

Hvað fjölskyldulífið varðar segir Bjarni að þau hjónin reyni að hafa börnin glöð og að þau nái árangri í því sem þau séu að fást við. „Við reynum að fá þau til að skilja að það gerist ekkert nema að leggja sig fram og ef það er gert þá sé allur heimurinn undir og allt sem þau geta látið sig dreyma um gæti orðið að veruleika. Við reynum að halda hópinn og hafa reglu á heimilinu þannig að við borðum saman og nýju samskiptaforritin hjálpa okkur við að deila upplifun úr daglega lífinu. Ég myndi segja að við værum samrýmd fjölskylda.“

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -